Vilt þú vinna
með svart
Við sérhæfum okkur í hönnun, myndvinnslu, lógóhönnun, auglýsingagerð, mynd- og myndbandagerð, hreyfimyndum, sjónvarps- og vefauglýsingum, vefsíðugerð, skiltagerð, umbroti, viðburðahönnun, sviðsgrafík og markaðsefni.
Við setjum hjarta okkar og sál í hvert einasta verkefni og leyfum sköpunargleðinni að flæða frjálst og takmarkalaust.
Fólkið
Ólöf Erla Einarsdóttir
Grafískur hönnuður / Hönnunarstjóri
Ólöf Erla útskrifaðist með BA í grafískri hönnun frá LHÍ árið 2002. Hún starfaði hjá RÚV í 11 ár við hönnun og grafík fyrir vef og sjónvarp og vann einnig með mörgum ástsælum listamönnum þjóðarinnar að hönnun hljómplatna, plakata, myndbanda og auglýsinga. Eftir RÚV fór hún til 365 og síðar NOVA áður en hún stofnaði eigið fyrirtæki, SVART, og hóf sjálfstæð störf. Meðfram þessu hefur Ólöf haldið sýningar og skapað ævintýraheima úr hversdagslegum ljósmyndum.
Arna Fríða Ingvarsdóttir
Grafískur hönnuður / Viðmótshönnuður
Arna Fríða útskrifaðist með BA gráðu í grafískri hönnun frá LHÍ árið 2002. Hún hóf feril sinn hjá Latabæ og síðar hjá Húsasmiðjunni og Góðu Fólki. Þá sótti hún vefhönnunarnám í Danmörku og starfaði að því loknu hjá Hugsmiðjunni sem vefhönnuður. Arna hefur einnig unnið á markaðsdeild Smáralindar og síðan áramótin 2022 starfað sjálfstætt með Svart. Hún er reyndur hönnuður og sinnir fjölbreyttum verkefnum, þar á meðal samfélagsmiðlaefni, hreyfiefni, lógóhönnun, umbroti og vefsíðugerð ásamt fleiru.
Silli Geirdal
Hreyfimyndahönnuður / Tónlistarmaður
Sigurður Geirdal Ragnarsson hefur starfað við grafíska vinnslu frá 1997 og í tónlistariðnaði frá 1999. Hann hefur unnið með listamönnum eins og Sigur Rós, Björk, Damien Rice og Jarvis Cocker, auk viðburða eins og Iceland Airwaves og Eistnaflug. Sigurður hefur verið meðlimur í hljómsveitunum DIMMU, SIGN og Stripshow. Með mikla reynslu úr tónlistargeiranum nýtist hann vel í starfi sínu hjá Svart.
Konráð Grétar Ómarsson
Markaðsmaður
Konráð hefur yfirgripsmikla reynslu af sölumennsku, ráðgjafavinnu og markaðsmálum. Hann leggur mikla áherslu á heiðarleika og tryggir að viðskiptavinir hans finni að þeirra málum sé fylgt af alúð og nákvæmni. Undanfarin ár hefur Konráð unnið mikið að þróun og umbótum í umbúðarmálum fyrir matvælaframleiðslufyrirtæki. Hans framlag hefur skipt sköpum í að bæta gæði og hönnun umbúða, sem hefur aukið samkeppnishæfni viðskiptavina hans á markaði.